Fréttir og Tilkynningar

Vatnsleikfimi í apríl og maí - 2. apríl 2024

Vatnsleikfimi hefst aftur 4. apríl í innilaug á Grensás. Hópurinn verður á þriðjudögum og fimmtudögum klukkan 15:15. 

Sjá nánar hér:  Upplýsingar og verð

Lesa meira

Skrifstofa GÍ lokuð fram yfir páska - 21. mars 2024

Skrifstofa Gigtarfélagsins verður lokuð frá föstudeginum 22. mars og fram yfir páska. Opnar aftur þriðjudaginn 2. apríl. Erindi til skrifstofu má senda á netfangið gigt@gigt.is
Sjúkraþjálfarar verða með viðveru á virkum dögum til páska og má senda skilaboð á síma þeirra.
Antonio, sími 663 0562.
Styrmir, sími 690 0407.

Lesa meira

Gigtarfélagið óskar eftir iðjuþjálfa - 14. mars 2024

Gigtarfélag Íslands óskar að ráða iðjuþjálfa í 100% starf. Möguleiki er á að skipta starfinu í tvö 50% störf. Nýr starfsmaður hefur tækifæri til að móta starfsemi iðjuþjálfunar félagsins á nýjum stað.
Starfið er fjölbreytt með fólki á öllum aldri með gigt. Það er gefandi og krefst faglegra og sjálfstæðra vinnubragða og frumkvæðis.

Tilgangur iðjuþjálfunar Gigtarfélagsins er að hjálpa fólki að viðhalda og bæta hreyfifærni og auka þannig lífsgæði.

Lesa meira

Fréttasafn